Tavo Europa eru frjáls félagasamtök sem vinna að uppbyggingu borgaralegs samfélags og koma á réttarríki í Litháen. Samtökin eru stofnuð til að veita þjónustu á sviði náms og styðja við ungmenni, ráðgjafa, sjálfboðaliða og leiðbeinendur sem vinna með ungmennum. Markmiðið er að auka hæfni þeirra til að virkja ungmenni til þátttöku í samfélaginu og í evrópusamstarfi.