Samstarfsaðilar

Einurð ehf. var stofnuð 2010 og er óhagnaðardrifið einkahlutafélag sem leggur áherslu á fræðslu og samfélagslega nýsköpun. Einurð veitir ráðgjöf um verkefnaþróun, fjármögnun og styrkjaumhverfi samfélagslegrar nýsköpunar.

ENOROS consulting ltd. var stofnuð 2006 og hefur síðan sinnt verkefnastjórn fyrir fjölda fyrirtækja í Kýpur og tengt Evrópusambandinu, veitt ráðgjöf og stuðning bæði innan opinbera- og einkageirans varðandi verkefnaþróun, fjármögnun, innlent og evrópskt styrkjaumhverfi.

PRISM er samfélagsfyrirtæki sem fylgist með og styður við samfélagslega stefnumótun bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, starfar sem vottað þróunarfélag frá 2012 og leggur þannig sitt af mörkum til að byggja upp færni og frumkvöðlastarf sem auk þess að styðja við samstarf á sviði menntunar.

CEFE Macedonia; starfsemin  miðar að því að byggja upp hæfni til að byggja upp efnahagslíf, með því að þróa einfaldar náms- og þjálfunaraðferðir til að bæta hæfni stjórnenda og frumkvöðla til að auka nýsköpun, skapa ný störf og stuðla að efnahagsþróun. 

Tavo Europa eru frjáls félagasamtök sem vinna að uppbyggingu borgaralegs samfélags og koma á réttarríki í Litháen. Samtökin eru stofnuð til að veita þjónustu á sviði náms og styðja við ungmenni, ráðgjafa, sjálfboðaliða og leiðbeinendur  sem vinna með ungmennum.  Markmiðið er að auka hæfni þeirra til að virkja ungmenni til þátttöku í samfélaginu og í evrópusamstarfi. 

Organization Earth er grísk samtök stofnuð árið 2010 og stuðla að sjálfbærri þróun, með því að bjóða upp menntun og þjálfun og stuðla að samfélagslegri aðlögun með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þéttbýli.