Tilaunakennsla og námskeið á netinu
Námskeið um samfélagslegt frumkvöðlastarf sem miðar að sjálfbærri þróun. Námskeiðið mun innihalda upplýsingar um fyrirmyndir, stefnumótun og lagaumgjörð samfélagslegrar nýsköpunar í Evrópu og þátttökulöndunum. Það tekur um 30 klukkustundir og er kennt í 6 lotum, með námsefni, fyrirlestrum, æfingum og fyrirmyndum (case studies). Námskeiðið verður einnig gert aðgengilegt rafrænt með upptökum á fyrirlestrum og umræðum.
Sjá link á námskeiðslýsingu og kennsluleiðbeiningar
Alþjóðleg vinnustofa í Litháen
Auk námskeiða í samstarfslöndum mun TAVO Europa mun bjóða upp á 5 daga þjálfun fyrir ungt fólk frá 30. maí til 3. júní 2022 þar sem 2 þátttakendur frá hverju landi taka þátt. Markmið þjálfunarinnar er að efla unga verðandi samfélagsfrumkvöðla og auka skilning þeirra á hvað það felur í sér að vinna að samfélagslegri nýsköpun. Aðferðafræðin í þjálfuninni verður jafningjanám, lausnaleitarnám, hópavinna og ígrundun þátttakenda. Farið verður í heimsókn í samfélagsfyrirtæki og miðstöðvar sem styðja við samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarf ungs fólks. Þátttakendur þróa viðskiptaáætlun og útbúa kynningu þar sem valið verður um bestu hugmyndirnar og þeim fylgt eftir með leiðsögn.